Tangram

Markmið:

Að þjálfa einbeitingu og þolinmæði, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og tilfinningu fyrir formum og lögun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Tangram myndir, sjá leiklýsingu.

Leiklýsing:

Tangram er ævaforn kínversk raðþraut. Sagan segir að fyrir mörgum öldum hafi maður að nafni Tan misst á jörðina ferkantaða steinhellu. Hún brotnaði í 7 hluta, en þegar Tan ætlaði að setja hana saman uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar að hægt var að búa til kynstrin öll af myndum úr brotunum.

Mikið efnið er til um tangram á vefnum, sjá t.d. á þessari slóð:

http://www.archimedes-lab.org/tangramagicus/

Útfærsla:

Tangram má nota í tengslum við fjölmörg stærðfræðileg viðfangsefni, t.d. flatarmál og brot.

Tilvalið er að nota myndvarpa til að kenna tangram og kynna mismunandi lausnir. Einnig væri hægt að leggja fyrir ýmis verkefni með því að búa til ákveðna mynd á myndvarpanum og láta nemendur breyta henni (færa t.d. 2 kubba) og búa til aðra mynd.

Mjög auðvelt er að búa þessa raðþraut til (sjá meðfylgjandi mynd sem gjarnan má stækka). Það eina sem kennarinn þarf að gera er að ljósrita myndina í hæfilegri stærð og leyfa nemendum að klippa formin út. Heppilegt er að ljósrita á pappa og jafnvel í mismunandi litum. Tangram er að sjálfsögðu kjörið smíðaverkefni.

Tangram hentar bæði börnum og fullorðnum.

Heimild:

Sjá t.d. Grunfeld. 1985. Spil og leikir um víða veröld. Reykjavík: Almenna bókafélagið.

Leikur númer: 331
Sendandi: Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

Deila