Tapað – fundið

Markmið:

Þekkja lífverur (eða önnur fyrirbæri sbr. lýsingu), hreyfing, útivera. (Náttúrufræði)

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Sjá lýsingu.

Leiklýsing:

Þennan leik er hægt að skipuleggja við ýmsar aðstæður. Ef verið er að kenna um fjöruna og lífríki hennar er sniðugt að nota ýmsa hluti sem nemendur hafa fundið í fjörunni, t.d. þara, skeljar, rusl og fleira. Stjórnandinn byrjar á að afmarka svæði þar sem leikurinn gerist. Hann tekur ýmsa hluti sem þátttakendur hafa fundið í fjörunni og felur á þessu svæði. Þátttakendum er skipt í hópa, gott er að hafa fjóra til sex í hverjum. Þátttakendur skipa sér í raðir og stjórnandinn segir við fremstu menn að nú eigi þeir að finna blöðruþang. Þeir fremstu í hópnum hlaupa af stað og leita að blöðruþangi. Sá sem finnur það fær tvö stig fyrir sinn hóp. Einn er fenginn til að skrá stigafjölda. Leikurinn felur í sér mikla hreyfingu ef hann er stundaður úti við. Einnig er hann hjálplegur til að festa í minni heiti þess sem finna má í fjörunni.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 146
Sendandi: Nanna Þóra Jónsdóttir

Deila