Teiknað eftir fyrirmælum

Markmið:

Þjálfa hlustun, eftirtekt og samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Blýantur og rúðustrikað blað.

Leiklýsing:

Leiklýsing: Tveir og tveir nemendur vinna saman. Þeir sitja þannig að þeir snúa bökum saman. Annar nemandinn er stjórnandi. Allir stjórnendurnir fara út úr stofunni og koma sér saman um hlut sem á að teikna og gefa hinum fyrirmæli um hvað hann á að teikna, en má þó aldrei segja hvað það er. Stjórnandinn segir hinum nemandanum hvar hann á að byrja á blaðinu og heldur áfram stig af stigi. Það par sem er fyrst til að leysa þrautina vinnur leikinn.

Útfærsla:

Hægt er að hafa einn nemanda sem er stjórnandi og hinir teikna eftir fyrirmælum hans. Einnig er hægt að nota rökkubba þar sem stjórnandi gefur fyrirmæli um hvaða liti, form og þykkt hinn nemandinn á að móta mynd úr. Rökkubbarnir eru tilvaldir fyrir yngri nemendur.

Heimild:

Leikur lærður á hópeflinámskeiði haustið 1994.

Leikur númer: 320
Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

Deila