Telja upp að tíu

Markmið:

Æfa samvinnu, styrkja hlustun og einbeitingu, þjálfa stærðfræðikunnáttu

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur standa þétt saman í hring, svo öxl nemi við öxl. Þeir loka augunum. Þeir telja í sameiningu upp að tíu, nema að einungis einn má segja tölu í einu. Ef tveir eða fleiri segja töluna á sama tíma verður að byrja upp á nýtt. Það má ekki ákveða röðina fyrirfram eða gefa merki.

Útfærsla:

– Sitja í hring og nota augnsamband.
– Ganga hægt um rýmið.
– Liggja á bakinu.

Hægt er að nota margföldunartöfluna, oddatölur eða sléttar tölur, pí eða prímtölur. Einnig er hægt að sleppa því að ákveða hver lokatalan er og keppast um að ná sem hæstri tölu.

Heimild:
Leikur númer: 147
Sendandi: Sigríður H., María Lovísa M., Júlíanna S. og Hildur Vala E.

Deila