Tengja 4

Markmið:

Þjálfa rökhugsun

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Rúðustrikað blað eða 42 mislitar tölur í tveimur litum, 21 af hvorum lit.

Leiklýsing:

Þessi leikur er til í fjölmörgum útgáfum og gengur undir ýmsum nöfnum á ensku, t.d. Link 4, Connect 4 (Connect Four) og Four in a Row. Leikurinn er til í tölvutæku formi og hann er víða að finna á Netinu (sjá heimild). Eins er hann til í ýmsum leikfangaútgáfum.

Leikurinn byggist á leikmenn fylla í reiti til skiptis, hvor hefur sinn lit eða tákn. Hvor má reyna 21 sinni og sigrar sá sem getur tengt saman fjóra reiti í lárétta eða lóðrétta röð. Eins má búa til röð á ská.

Góða lýsingu á leiknum er að finna i Wikipediu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Connect_Fourarticle=games_4mind_connect4

Útfærsla:

Auðvelt er að fara í þennan leik með því að nota rúðustrikað blað eða tölur í tveimur litum.

Heimild:
Leikur númer: 195
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila