Tennisboltaleikurinn

Markmið:

Fá hópinn til að vinna saman. Efla samskiptafærni. 

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Kókflaska, teygja, tennisbolti, garn eða annar þráður.

Leiklýsing:

Tekin er teygja og við hana bundnir við átta til tíu spottar. Hve þátttakandi heldur í einn spotta og teygjan er í miðjunni. Leiðbeinandi/leikstjórnandi lætur tennisbolta á ofan á teygjuna og þátttakendur eiga að koma tennisboltanum á kókflöskuna þannig að hann haldist þar. Verkefnið er erfitt og skiptir hér mestu máli að allir sem halda í spotta séu mjög samtaka, fara upp og niður á sama tíma, og ekki halda og fast né of laust.

Hér má sjá mynd af svipuðum leik:

Myndin er fengin af þessari slóð: https://spongekids.com/team-building-activities-for-adults-and-kids/

Útfærsla:

  • Vænlegast er að leyfa þátttakendum að finna út úr þessu alveg sjálfir.
  • Einnig hægt að taka tímann á því hvað þeir halda boltanum lengi.
  • Kennarinn getur gefið tvær til þrjár vísbendingar.
  • Hægt er að banna þáttakendum að tala saman á meðan leikurinn stendur og hafa nokkrar umferðir þannig. Því næst að leyfa þeim að tala saman um það hvernig best er að framkvæma þetta. Á eftir er svo hægt að með hópnum hvernig best er að standa að verki.
  • Það sem skiptir mestu máli er að fá hópinn til að vinna saman.

.

Heimild:

Sendendur lærðu leikinn af Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Leikur númer: 409
Sendandi: Vilborg Harðardóttir og Margrét Stefanía Þorkelsdóttir

Deila