Það búa litlir dvergar

Markmið:

Söngur og leikræn tjáning.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur ganga, hver á eftir öðrum í hring og syngja:

Það búa litlir dvergar ….> Beygja sig niður á hækjur, eru dvergar.
Á bak við fjöllin háu > … rísa upp og teygja hendurnar upp.
Byggðu hlýja…..> Snúa inn í hringinn og mynda hús með höndunum.
Brosir þangað….> Skyggja hönd fyrir augu og brosa.
Fjöllin enduróma> Klappa saman lófunum.

Ath! Lagið er þýskt þjóðlag og endar eins og það byrjar. Hér er það eins og Engilbert Humperdink útsetti það og flestir kunna.

Það búa litlir dvergar, í björtum dal,
á bak við fjöllin háu í skógarsal.
Byggðu hlýja bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma allt þeirra tal.

Þórður Kristleifsson

Hér má heyra Hafdísi Huld syngja lagið

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 219
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila