Það kemur bréf

Markmið:

Að kynna nemendum nöfn á kaupstöðum og þorpum og að æfa þau í að fallbeygja. (Landafræði, málfræði)

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Trefill eða eyrnaband.

Leiklýsing:

Allir, nema stjórnandinn og blindinginn, sitja í hring. Blindinginn, sem bundið hefur verið fyrir augun á, stendur í miðjum hringnum. Stjórnandinn gengur milli fólks og gefur öllum íslenskt nafn á kaupstað eða þorpi. Svo fer hann út fyrir hringinn. Stuttu síðar kallar hann t.d: “Það kemur bréf frá Akureyri til Hafnarfjarðar!” Þá verða þeir sem hafa fengið þessi bæjarnöfn að skipta um sæti. Á meðan þeir eru að því reynir blindinginn að snerta annan hvorn. Ef honum tekst það verður sá sem snertur var næsti blindingi, en fyrrverandi blindingi fær bæjarnafn hans.

Útfærsla:

Þátttakendur verða virkari í leiknum ef þeir segja sjálfir t.d. “Ég ætla að senda bréf frá Akureyri til Hafnarfjarðar.” Stjórnandinn ákveður hver á að senda bréf með því að standa fyrir aftan viðkomandi.

Heimild:

Hörður Haraldsson. 1994. 250 leikir. Reykjavík: Setberg.

Leikur númer: 149
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila