Það voru að koma skilaboð

Markmið:

Samhæfing hreyfinga, skapa góða stemningu.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Stjórnandi segir: Við erum í verksmiðju, þið eruð verkamennirnir og ég er verkstjórinn. Fyrst segi ég: “Það eru að koma skilaboð.” Þá svarið þið “Hvaða skilaboð?” Síðan kem ég með skilaboð sem þið verðið að framkvæma í sameiningu.

Stjórnandi: Það eru að koma skilaboð.

Þátttakendur: Hvaða skilaboð? Mikil skiptir að þetta sé sagt kröftuglega. Stjórandinn lætur þátttakendur endurtaka spurninguna þangað til svarað er af miklum krafti

Stjórnandi: Að setja litla hamarinn í gang. Allir byrja að slá hægri hendi á hægra læri og því er haldið áfram góða stund uns kennarinn segir eitthvað á þessa leið: Það voru að koma önnur skilaboð.

Þátttakendur svara: Hvaða skilaboð?

Stjórnandi: Að setja hinn litla hamarinn í gang

Þátttakendur svara með því að slá á vinstra læri með vinstri hendi (halda áfram að slá með þeirri hægri).

Þessu er síðan haldið áfram eins og hér segir:

Stóri hamarinn í gang: Stappa með hægra fæti.

Hinn stóri hamarinn: Stappa með vinstra fæti.

Að setja stærsta hamarinn í gang: Þátttakendur standa upp og setjast til skiptis. Þegar hér er komið eru allir á fullu og þá koma ný skilaboð.

Þátttakendur: Hvaða skilaboð?

Stjórnandi: Að hætta þessari vitleysu!

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 116
Sendandi: Ingimar Ingimarsson

Deila