Fjölmargir aðilar hafa lagt af mörkum til Leikjavefjarins. Vefurinn hefur fengið nokkra styrki, m.a. úr Þróunarsjóði grunnskóla sem veitti styrk til verksins á upphafsstigum þess, Barnamenningarsjóður styrkti vefinn 2004 og 2013 fékk verkefnið góðan styrk úr Þróunarsjóði námsgagna sem gerði kleift að búa til þá útgáfu sem tekin var í notkun í ársbyrjun 2014.

Fyrsta netútgáfan 1996 byggðist á hugmyndum þeirra Láru Stefánsdóttur, Tryggva R. Jónssonar og Adams Óskarssonar.

Jón Eyfjörð hafði umsjón með endurgerð Leikjavefjarins haustið 1998 en vefurinn var um skeið vistaður hjá Ísmennt.

Árið 2003 birtist ný gerð vefjarins og naut hún góðs af hugviti og þolinmæði Láru Stefánsdóttur, Ingimars Róbertssonar og Sigurðar J. Eggertssonar. Útlit þess vefjar hannaði Dagný Reykjalín. Til 2014 var vefurinn vistaður hjá Pjúsarafélagi Íslands, áhugafélagi um góða upplýsingatæknimenningu. Næsta útgáfa var unnin af Daniel Davidssyni og Kjartani Þór Ingvarssyni.

Guðbjörg Björnsdóttir hannaði myndirnar.

Núverandi snið er hannað af