Þekkirðu nágranna þinn?

Markmið:

Þátttakendur kynnist og læri að þekkja fullt nafn hinna í hópnum, efla athyglisgáfu og hugmyndaflug og skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja á stólum sem raðað er í hring. Þó er alltaf einn sem á ekkert sæti í hringnum og er hann þá spyrjandi.

Sá sem stendur í miðju hringsins spyr einhvern sem situr: „Hvað heitir nágranni þinn?“ Það má ekki nefna nafn sem áður hefur komið fram í leiknum og því reynir bæði á spyrjanda og svaranda að muna hver hefur verið nefndur af hópnum og hver ekki.

Þegar þessari spurningu er svarað segir sá í miðjunni setningu sem átt getur við marga þátttakendur. Setningin byrjar alltaf á þennan veg: „Ég ætla að biðja alla sem… að standa upp“. Hægt er að segja hvað sem er t.d: „Ég ætla að biðja alla sem fengu sér morgunmat í morgun að …, … sem eru í hvítum sokkum að … o.s.frv.“

Allir sem fyrirmælin eiga við standa upp og reyna að finna sér nýtt sæti til að setjast í. Alls ekki má setjast í sama sæti. Alltaf stendur einn uppi án sætis og hann „er‘ann“.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 291
Sendandi: Þorgerður Sævarsdóttir

Deila