Þetta er nefið á mér

Markmið:

Þjálfa samhæfingu hlustunar og hreyfingar.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur vinna saman tveir og tveir og sitja eða standa hvor gegnt öðrum. Nemandi A byrjar leikinn með því að benda með vísifingri á e-n líkamshluta sinn og nefna hann nafni annars líkamshluta, dæmi: A bendir á annað eyrað og segir um leið „þetta er nefið á mér“. B verður nú að svara með því að benda á þann líkamshluta sem A benti á, dæmi: B bendir á nefið á sér og segir „þetta er eyrað á mér.“ Takist B þetta skipta þeir um hlutverk og B „spyr“ A en ruglist B í ríminu heldur A áfram að „spyrja“.

Leikur þessi hentar einnig stærri hópum. Nemendur standa þá allir í röð eða hring nema einn sem „er hann“. Sá sem „er hann“ nemur staðar fyrir framan einhvern hinna og reynir að rugla hann í ríminu sbr. aðferðina hér á undan. Takist það skipta þeir um hlutverk og sá sem „ruglaðist“ “er hann“.

Leikinn má þyngja með því að nefna tvö atriði eða jafnvel þrjú í röð. Einnig má halda leiknum áfram með því að benda á aðra hluti, t.d. í skólastofunni. Öllu er á umsnúið á sama hátt.

Útfærsla:
Heimild:

Sendandi man ekki hvernig hann lærði leikinn.

Leikur númer: 281
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila