Þolinmæði þrautir vinnur …?

Markmið:

Að kitla hláturtaugarnar, auka þolinmæði og þjálfa fínhreyfingar.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Kínverskir matprjónar, ísmolar, sykurmolar, makkarónur, skrúfur, hrísgrjón eða annað tiltækt smádót. Betra er að hafa stærri hluti fyrir yngri nemendur.

Leiklýsing:

Smádótið er sett í skál eða glas og hver leikmaður fær eitt par af prjónum. Leikmenn eiga að reyna að veiða sem flesta hluti á þremur til fimm mínútum. Sá sem veiðir flesta hluti vinnur. Tilvalið er að skipta bekknum í hópa.

Útfærsla:
Heimild:

Leikur sem heimildamenn lærðu í æsku.

Leikur númer: 282
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila