Þriðji hleypur

Markmið:

Eftirtekt og athygli, viðbragðsflýtir, hreyfiþjálfun, að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Gott rými.

Leiklýsing:

Þátttakendur para sig saman tveir og tveir og stilla sér upp á víð og dreif. Þeir standa þannig að annar stendur fyrir framan hinn. Tveir þátttakenda fara inn að miðju, annar eltir en hinn reynir að komast aftur fyrir eitthvert parið og stoppar þar. Þá á sá fremsti að hlaupa af stað og komast aftur fyrir annað par áður en sá sem elti nær honum. Ef hann nær honum skipta þeir um hlutverk og sá sem áður elti flýtir sér að komast á bak við eitthvert parið en sá þriðji hleypur af stað og þannig koll af kolli.

Útfærsla:

Þessum leik má breyta, t.d. þannig að sá sem hefur verið klukkaður verði að halda um staðinn (á líkamanum) þar sem klukkað var. Skemmtilegt afbrigði er að allir verði að hoppa. Einnig má láta eldri börn skjóta með bolta í stað þess að klukka.

Heimild:
Leikur númer: 77
Sendandi: Þorbjörg Arnórsdóttir

Deila