Þrjár vísbendingar

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða nemenda, efla þekkingu og skilning á orðum sem geta haft ólíka merkingu, rökhugsun, hugmyndaflug, nota orðabók.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Orðabók.

Leiklýsing:

Þessi leikur byggist á því að kennari eða annar stjórnandi hugsar sér orð sem getur haft fleiri en eina merkingu. Gefnar eru þrjár vísbendingar um orðið og hópurinn á að ráða gátuna með hliðsjón af því.

Dæmi:

1. Þegar ég fer villur vegar nota ég orðið.
2. Orðið er notað þegar bættar eru buxur.
3. Orðinu bregður fyrir í Blóðbankanum.

(Orðið er: Nál)

Útfærsla:

Keppni milli hópa eða liða sem skiptast á að leggja verkefni af þessu tagi fyrir hina. Tilvalið er að leyfa nemendum að nota orðabók til að finna verkefni.

Benda má á vísnagátur sem byggjast á margræðni orða. Til eru margar bækur með vísnagátum, t.d. eftir Sigurkarl Stefánsson og Svein Víking.

Heimild:
Leikur númer: 182
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila