Þrjú högg á blindan!

Markmið:

Eftirtekt, útsjónarsemi, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Tvö samanrúlluð dagblöð, sem límt hefur verið utan um, tveir stólar og tveir treflar.

Leiklýsing:

Tveir eru þátttakendur og sitja hvor á móti öðrum á stólum. Bundið er fyrir augun á báðum. Þátttakendur fá þau fyrirmæli að leikurinn felist í því að þeir eigi að reyna að koma höggi hvor á annan, a.m.k. 3 sinnum. Rétt áður en leikurinn hefst er trefillinn tekinn af öðrum þátttakandanum.

Sá sem er með bundið fyrir augun fær nú högg hvað eftir annað en skilur ekkert í því að hann hittir aldrei hinn.

Ágætur leikur fyrir bekkjarkvöld.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 117
Sendandi: Berta A. Tulinius

Deila