Tímalína

Markmið:

Að nemendur læri tiltekin ártöl eða röð atburða eða uppfinninga.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Spjöld (spil) með nafni á hlut eða atburði á annarri hliðinni en viðeigandi ártal á hinni. Tilvalið er að nemendur búi spjöldin til.

Leiklýsing:

Nemendur draga hver eitt spjald. Mikilvægt er að sýna ekki öðrum ártalið. Nemendur eiga að raða sér upp í þá tímalínu sem þeim þykir sennileg, frá elsta ártalinu til þess nýjasta (eða öfugt). Gott er að hafa tímamörk. Þegar tímalínan er komin þá snúa nemendur spöldunum sínum við og ef ekki er rétt raðað færa þeir sig til.

Útfærsla:

Leikurinn getur verið keppni milli tveggja eða fleiri raða.

Heimild:

Hugmyndin fæddist þegar sendendur kynntust spilinu Timeline.

Leikur númer: 412
Sendandi: Elín Brá Friðriksdóttir, Stefanía Þorsteinsdóttir, Sunna Dis Johnsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson.

Deila