Tíu orð

Markmið:

Að þjálfa athygli og minni.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Blað og blýantur.

Leiklýsing:

Stjórnandi leiksins skrifar tíu orð á blað án þess að aðrir þátttakendur sjái. Hann getur valið 10 orð, sem tengjast á einn eða annan hátt, eða tíu orð sem ekki eiga neitt sameiginlegt. Hann les orðin hægt fyrir viðstadda og enginn má skrifa neitt hjá sér fyrr en að upplestrinum loknum. Þá þarf að skrifa sem flest orðanna. Ákveða þarf hverju sinni hvort þess er krafist að orðin séu í réttri röð. Sá sem nær að skrifa flest orð rétt sigrar. Gott er að setja tímamörk, t.d. tvær eða þrjár mínútur. Reynslan sýnir að það breytir þó litlu um þann fjölda orða sem þátttakendur muna. Litlar líkur eru á að þátttakendur muni fleiri en sex eða sjö orð og margir ná því ekki. En það eru til leiðir til að bæta árangurinn. Hlustið sérstaklega vel á fyrstu orðin því að þau síðustu hljóma enn í eyrum að lestri loknum. Þegar tímamörkin eru liðin lesa allir þátttakendur lista sinn upp og sá sem hefur flest rétt gerir nýjan lista – samtals tíu orð.

Útfærsla:

Að sjálfsögðu má reyna við fleiri orð eða færri.

Þennan leik er tilvalið að nota í tengslum við námsefni.

Heimild:

Bindslev, Niels Ebbe, Sigurður Helgason. 1989. Leikir fyrir alla. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Leikur númer: 270
Sendandi: Lilja Guðný Jóhannesdóttir

Deila