Töflubingó fyrir tungumálakennslu

Markmið:

Upprifjun.

Aldursmörk:

Frá 12 ára

Gögn:

Tafla, krít, blöð og ritföng.

Leiklýsing:

Kennari biður nemendur að rifja upp orð tengd ákveðnum kafla eða sviði námsefnis og skrifar þau jafnóðum á töfluna (orðin verða að vera nokkuð mörg). Því næst útbúa nemendur bingóspjöld með t.d. níu reitum og velja sér níu orð af töflunni og skrifa þau niður í reitina. Að svo búnu les kennari af töflunni eitt orð af öðru en nemendur strika yfir þau sem þeir hafa skrifað hjá sér. Svona er haldið áfram þangað til einhver fær bingó.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 238
Sendandi: Rannveig Hafberg

Deila