Töflubingó

Markmið:

Auka orðaforða á erlendu máli.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Tafla og krít.

Leiklýsing:

Bekknum er skipt í tvo hópa. Kennari skrifar á töflu nokkurn fjölda af orðum á erlendu máli (2-3 orð fyrir hvern nemanda hentar vel). Orðunum er dreift jafnt yfir töfluna. Nemendur raða sér upp í tvær raðir við enda kennslustofunnar og þegar kennari segir orð á íslensku hleypur einn nemandi úr hvoru liði upp að töflu, grípur krít sem liggur á kennaraborðinu og reynir að verða fyrri til að krota yfir það orð sem við á. Dæmi: Kennari segir “flugfreyja”. Nemendur reyna að krota yfir orðið “stewardess”. Það lið, sem er fyrra til að krota yfir orðið, fær stig. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þangað til að allir hafa fengið kost á að spreyta sig, eða þar til öll orðin hafa verið notuð. Þessi leikur hentar vel á föstudegi eða rétt í lok kennslustundar.

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn hefur lengi verið notaður í Njarðvíkurskóla.

Leikur númer: 179
Sendandi: Berglind Bjarnadóttir

Deila