Töflukrossgátur

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun (í dönsku eða öðru máli).

Aldursmörk:

Frá 11 ára

Gögn:

Tafla og krít / túss.

Leiklýsing:

Bekknum er skipað í tvö lið. Liðin raða sér upp smáspöl frá töflunni. Kennarinn skrifar sama orðið tvisvar á töfluna með góðu millibili, t.d. orðið katten. Fremstu menn hlaupa að töflunni og reyna að mynda nýtt orð með því að nota stafina sem eru í orðinu (sjá dæmi hér á eftir). Síðan hlaupa þeir til baka og næstu hlaupa af stað. Síðan koll af kolli. Í upphafi þarf að ákveða hversu lengi á að leika og þegar tíminn er útrunninn vinnur það lið sem tekist hefur að mynda flest orð.

Dæmi:

Útfærsla:

Sjá einnig Stafsetningarleik í dönsku.

Heimild:
Leikur númer: 180
Sendandi: Rannveig Hafberg

Deila