Töfrakassinn

Markmið:

Auka og þjálfa hugmyndaflug og hreyfingar.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Ekki nauðsynleg en hægt er að nota trommu, blokkflautu eða annað hljóðfæri.

Leiklýsing:

Stjórnandinn ákveður eitthvert afmarkað svæði sem verður töfrakassi. Krakkarnir fara inn í kassann og hnipra sig saman í töfrakúlur. Stjórnandinn stráir ímynduðu töfradufti yfir hópinn og segir til dæmis: Upp úr töfrakassanum koma allar litlu kisurnar. Börnin stökkva þá upp og leika kisur þar til stjórnandinn slær á trommu, spilar á flautu eða klappar saman lófunum. Þá fara allir aftur í töfrakassann og hnipra sig saman og síðan er leikurinn endurtekinn. Stjórnandi getur breytt börnunum í hvað sem er til dæmis: flugvélar, orma, sprellikarla, ljón, gamla karla eða hvað sem er.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 256
Sendandi: Sigríður Birna Valsdóttir

Deila