Töfrateppið

Markmið:

Innlifun, leikræn tjáning, hafa gaman

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Motta, teppi eða maskínupappír

Leiklýsing:

Leikurinn hefst þannig að allir eru á töfrateppinu. Kennarinn er þá töframaðurinn en að sjálfsögðu er hægt að fela einhverjum nemanda það hlutverk. Þegar allir eru búnir að taka sér stöðu á töfrateppinu segir kennarinn Hókus pókus pílírókus! Allir breytast t.d. í slöngu. Þá eiga nemendurnir að fara af töfrateppinu og út á gólfið og leika dýrið sem þeir eiga að breytast í. Mjög skemmtilegt er að sjá útfærslurnar hjá sumum nemendum. Þegar nemendur hafa fengið gott ráðrúm til að tjá sig kallar kennarinn á þá aftur inn á teppið: Hókus pókus pílírókus – allir eru að koma aftur á töfrateppið. Þá eiga nemendurnir að fara á töfrateppið og hafa hljóð.

Hægt er að endurtaka leikinn nokkrum sinnum.

Útfærsla:

Skemmtilegt að brjóta upp kennslustund með þessum leik. Ekki er hugmyndin að þessi leikur byggist á keppni en sé áhugi á slíku er það auðvelt.

Heimild:

Hugmyndin að leiknum er sendenda.

Leikur númer: 257
Sendandi: Ástrós Guðmundsdóttir, Berglind Þórðardóttir og Tinna Ösp Káradóttir

Deila