Tómatur

Markmið:

Auka samhæfingu hreyfinga og hafa gaman í hópi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Bolti, má vera brennibolti eða handbolti.

Leiklýsing:

Leikendur mynda hring og snúa baki inn í hringinn. Í byrjun spenna allir greipar, standa gleiðir og beygja sig niður þannig að þeir horfa milli fóta sér inn í hringinn. Einn þátttakenda byrjar með boltann og kýlir hann með báðum höndum og reynir að hitta milli fóta annars þátttakanda. Þátttakendur reyna að varna því að boltinn fari milli fóta þeirra með því að kýla boltann og freista þess um leið að skora milli fóta annarra. Fari boltinn milli fóta einhvers og þannig út úr hringnum sækir sá hinn sami boltann og hefur leik á ný, en nú aðeins með annarri hendi og hin skal höfð fyrir aftan bak. Ef skorað er milli fóta leikmanns sem orðinn er einhentur fellur hann úr leik og þannig fækkar smám saman í hópnum þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Útfærsla:

Mögulegt er að ákveða að leik ljúki þegar ákveðinn fjöldi þátttakenda er eftir, t.d. fimm. Oftast er betra að leika þennan leik með stærri bolta ef þátttakendur eru mjög ungir.

Heimild:

Þessi leikur kemur frá Frakklandi. Munnleg heimild Audrey de Taeye.

Leikur númer: 71
Sendandi: Tinna Rún Eiríksdóttir, Skúli Þórisson og Guðrún Gunnarsdóttir

Deila