Tónlistarbingó

Markmið:

Skerpa athyglisgáfu og hlustun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Bingóspjöld, hlustunardæmi, hljómflutningstæki.

Leiklýsing:

Kennari útbýr spjöld með myndum t.d. af hljóðfærum, tónskáldum eða hrynmyndum. Kennari útbýr einnig hlustunardæmi. Hver nemandi fær síðan eitt spjald. Kennarinn spilar hlustunardæmin og nemendur merkja við ef hlustunardæmi á við þeirra spjald. Sá vinnur sem fyrstur er að merkja við alla reiti á sínu spjaldi.

Útfærsla:
Heimild:

Sigríður Friðjónsdóttir.

Leikur númer: 239
Sendandi: Sigurlaug Arnardóttir

Deila