Treflaleikurinn

Markmið:

Aðalmarkmiðið er að hafa gaman en leikurinn er hreyfileikur.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Treflar í samræmi við fjölda þátttakenda, ca. einn trefill á hverja fjóra.

Leiklýsing:

Nemendur sitja eða standa í hring. Stjórnandi útskýrir leikinn fyrir þátttakendum og setur trefil á fjóða eða fimmta hvern þátttakanda. Leikurinn gengur út á að sá sem er með trefil bindur tvöfaldan hnút á hann um hálsinn á sér, svo þarf að losa hnútinn áður en maður setur trefilinn á næsta mann sem gerir það sama. Þegar þátttakandi er kominn með tvo trefla um hálsinn er hann úr og er því mikill hasar í lokin þegar það eru hlutfallslega fleiri treflar. Mikilvægt er að stjórnandi í leiknum sé hvetjandi til að vekja upp keppnisskap þátttakenda. Í lok leiksins er aðeins einn trefill á mann og stjórnandi tekur til hliðar alla trefla sem eru umfram fjölda þeirra sem eru eftir.

Útfærsla:

Hægt er að flækja leikinn með því að láta þáttakendur segja eitthvað um þann sem er við hliðina á honum þegar hann setur trefilinn á næsta mann og gera þannig hópefli að hluta leiksins.

Heimild:

Leikinn sendu Berglind Ósk, Berglind Þóra, Birna Ósk og Ragnheiður Alma (2017).

Leikur númer: 367
Sendandi: Berglind Ósk, Berglind Þóra, Birna Ósk og Ragnheiður Alma

Deila