Tröllaleikur

Markmið:

Leikurinn reynir á leikræna tjáningu barna þar sem börn setja sig í hlutverk trölla. Börnin þurfa að taka eftir og reynir á snerpu því þau þurfa að vera fljót að átta sig á því hvort að ljósin séu kveikt eða slökkt. Leikurinn reynir einnig á túlkun, eftirtekt og samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Bjart rými þar sem sést vel hvort ljós eru kveikt eða slökkt.

Leiklýsing:

Gott er að lesa bókina Ástarsaga í fjöllunum þar sem tröllin í sögunni og eru of lengi úti að ganga og verða þar af leiðandi að steini. Í leiknum eru ljósarofar tákn sólarinnar. Börnin nýta sér leikræna tilburði og leika tröll. Gott er að gefa þeim góðan tíma til þess að koma sér í hlutverk. Kennari stendur við ljósarofann og er tilbúinn að slökkva ljósin. Þegar börnin eru farin að ganga um rýmið eins og tröll kveikir kennari ljósið og börnin frjósa. Um leið og börnin átta sig á því að sólin er komin upp (ljósin kveikt) verða þau að steini. Ef kennari sér að barn hreyfir sig þá breytir barnið um hlutverk og aðstoðar kennarann við það að finna tröllin sem verða að steini (þau sem hreyfa sig).

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er bræðingur úr leikjum sem við lærðum sem börn.

Leikur númer: 388
Sendandi: Berglind Guðmundsdóttir, Guðrún Bára Magnúsdóttir og Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir

Deila