Tröllin ræna

Markmið:

Æfa samvinnu og snerpu.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Vesti og dýnur.

Leiklýsing:

Fjórir nemendur eru fengnir til þess að vera tröll. Hvert tröll á sinn helli á svæðinu (dýnur settar í hornin). Hinir eru lömb og hlaupa þau um völlinn. Markmið tröllanna er að ræna sem flestum lömbum og setja þau í hellinn sinn. Það tröll sem  á flest lömb í hellinum sínum þegar leik er lokið vinnur.

 

Útfærsla:

Hægt er að gera leikinn flóknari með því að leyfa hinum lömbunum að frelsa þau lömb sem búið er að ræna.

Heimild:

Karl Guðmundsson. (E.d.). Leikir og leikrænar æfingar fyrir yngstu börnin. Reykjavík: íþróttasamband Íslands. [Bls 26.]

Leikur númer: 418
Sendandi: Birgitta Lind Scheving, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Sigrún Dís Bjarnadóttir, Svandís Helga Hjartardóttir og Þórhildur Vala Kjartansdóttir

Deila