Tvíburastórfiskaleikur (Keðjustórfiskaleikur)

Markmið:

Samvinna, samhæfing, þrek, félagsþroski, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Eins og venjulegur stórfiskaleikur nema að allir leikmenn mynda pör. Þeir tveir leikmenn sem byrja að ver´ann standa hlið við hlið og krækja saman höndum eða leiðast og aðrir leikmenn eru líka tveir og tveir saman með hendur kræktar saman. Leikurinn fer fram á afmörkuðu svæði og byrja þeir tveir sem eru hann við miðlínu. Aðrir leikmenn eiga að reyna að komast yfir í hinnn endann án þess að nást og eingöngu þarf að klukka (snerta) til að nást. Ef leikmenn missa takið hvor á öðrum eru þeir úr og eins má ekki slitna á milli þeirra sem eru að elta þá. Þeir leikmenn sem nást eða missa tökin bætast við þá sem fyrir eru þannig að til verður sífellt stækkandi keðja leikmanna. Sömu reglur gilda áfram þannig að leikmenn í keðjunni mega ekki missa tökin hverjar á öðrum.

Leiknum lýkur þegar allir leikmenn hafa náðst og ef ákveðið er að leika hann aftur byrjar það par að vera hann sem fyrst náðist.

Útfærsla:

Varast þarf að þegar keðjan stækkar er hún oft of svifasein til að ná þeim leikmönnum sem eftir eru og við því þarf að bregðast t.d. með því að mynda tvær keðjur.

Heimild:
Leikur númer: 72
Sendandi: Ólafur Jósefsson

Deila