Úlfurinn og lambið

Markmið:

Að hreyfa sig og skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Salur eða leikvöllur.

Leiklýsing:

Þetta er skemmtilegur eltingarleikur þar sem markmiðið er að fá alla til að hreyfa sig. Einn nemandi er úlfur og annar er lamb. Aðrir nemendurnir eru steinar sem krjúpa á jörðinni eða gólfinu á grúfu. Úlfurinn á að elta lambið, úlfurinn segir auðvitað URR URR og lambið segir MEE MEE (í geðshræringu af hræðslu við úlfinn). Til að úlfurinn nái ekki lambinu (og líka til að sem flestir fái að vera með) getur lambið bjargað sér með því að stökkva yfir stein og leggjast við hliðina á honum á hnén og á grúfu Um leið verður það að steini, úlfurinn breytist í lamb og steinninn í úlf.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 73
Sendandi: Halla Rún Tryggvadóttir

Deila