Undirritun á öðrum fæti

Markmið:

Þjálfa einbeitingu og fínhreyfingar.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Tafla og krít

Leiklýsing:

Nemendur koma upp að töflu og eiga þeir að skrifa nafn sitt á hana með hægri hendi (örvhentir með vinstri). En sá galli er á þessari einföldu aðgerð að um leið og skrifað er á töfluna á að sveifla vinstra fæti og vinstri hendi í hringi. Þetta getur verið ansi flókið og það er ágætt að láta nemendur bera útkomuna úr þessari þraut saman við það hvernig þeir skrifa venjulega nafnið sitt.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 280
Sendandi: Kristín Pétursdóttir

Deila