Úrtalningarvísur

Markmið:

Skemmtileg aðferð við að velja hver á að „ver’ann“ .

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin

Leiklýsing:

Farið er með úrtalningarvísuna og um leið og hvert orð er sagt er bent á þátttakendur eftir röð. Sá „er’ann“ sem bent er á þegar síðasta orð vísunnar er nefnt.

Dæmi um vísur:

Ugla sat á kvisti
átti börn og missti
eitt, tvö, þrjú
og það varst þú
Úen dúen dín
mamma fútter fín
fútter fín mamma dín
úen dúen dín
Eníga meníga
súkkandí
obel dobel domm og dí
dú skal go í öst og vest
ex press óbel dóbel dess
Úllen, dúllen, doff,
kikki, lane, koff
koffelane, bikkebane,
úllen, dúllen, doff
Ení mení ming
mang kling klan
gússí bússi bakka dæ
æí, væi, vekk med dæ
Ella mella kúadella
(borið fram med dl-hljóði)
kross Gullfoss
(Olafía stopp úr)

Útfærsla:

Skemmtilegast er að allir þátttakendur fari saman með vísuna – helst af miklum krafti!

Heimild:

Heiðrún Kristjánsdóttir, Margrét Pálsdóttir

Leikur númer: 328
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila