Útilegumaðurinn fundinn!

Markmið:

Hreyfing.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn er útilegumaður. Hinir eru á grúfu upp við vegg. Útilegumaðurinn felur sig og hinir telja upp að fimmtíu á meðan. Síðan fara allir að leita að útilegumanninum. Þegar hann finnst er sagt “Útilegumaður fundinn” og útilegumaðurinn má þá elta hina og klukka þá. Þeir sem nást verða útilegumenn. Leikurinn er endurtekinn þangað til að allir eru orðnir útilegumenn.

Þessi leikur hentar vel á leikvellinum í frímínútum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 74
Sendandi: Berta A. Tulinius

Deila