Veiðimaður

Markmið:

Læra nöfn á fiskum eða öðrum dýrategundum.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Bandspotti og prik.

Leiklýsing:

Nemendur standa í hóp á gólfinu. Hver og einn velur sér eitthvert heiti á fisktegund og er hann sá fiskur í leiknum. Aðeins einn nemandi má vera fulltrúi fyrir hverja tegund þannig að sem flest heiti komi við sögu.

Einn “er’ann” og sá hefur bundið fyrir augun og fær bandspotta til að veiða með. Einhver fiskur bítur á og þykist éta beituna (þ.e. gefur frá sér hljóð). Þá á veiðimaðurinn að giska á hvaða fisk hann veiddi. Ef hann giskar rétt þá skipta þeir um hlutverk, ef ekki reynir veiðimaðurinn aftur að draga fisk.

Útfærsla:

Leikurinn fær enn meira gildi ef nemendur hafa myndir af þeim tegundum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Hafa má annars konar veiðimenn og veiða aðrar dýrategundir. Einnig má hugsa sér náttúrufræðing sem safnar smádýrum í gildru sína eða fuglaáhugamann að fanga fugla til merkingar.

Heimild:
Leikur númer: 148
Sendandi: Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir

Deila