Vélin

Markmið:

Ýta undir hugmyndaflug, efla samskipti og samvinnu, hópefli.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:
Leiklýsing:

Allir þátttakendur standa í hring. Eitt barn byrjar með hreyfingu og hljóði. Barnið gætir þess að halda áfram að hreyfa sig eins allan leikinn. Barnið velur sér einnig hljóð til að gefa frá sér með hreyfingunni. Næsta barn tekur við og þannig koll af kolli. Hvert barn velur nýtt hljóð og nýja hreyfingu, uns öll vélin er komin af stað. Nú má sjá hvernig vélin vinnur saman og það heyrast margs konar hljóð frá henni.

Leiknum er ekki hætt fyrr en öll börnin hafa fundið sína hreyfingu og sitt hljóð. Kennarinn (eða annar stjórnandi) getur slökkt á vélinni og kveikt á henni aftur með því að ýta á ímyndaðan hnapp.

Útfærsla:
Heimild:

Leiknum er lýst í Elín Elísabet Jóhannesdóttir (2003). Spor 3: Lífsleikni fyrir 3. bekk. Kennsluleiðbeiningar. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Sjá á þessari slóð: http://www.nams.is/lifsleikni/spor_3_klb.pdf

Leikur númer: 75
Sendandi: Elísabet Valgerður Magnúsdóttir

Deila