Villtra Vestrið / Lukku Láki

Markmið:

Hreyfing, athygli og hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikmennirnir mynda hring og er leikstjórnandinn í miðjunni. Leikstjórnandinn bendir á eina manneskju í hringnum og á hún að beygja sig niður. Leikmennirnrir sem standa sitthvoru megin við manneskjuna snúa sér í einn hring réttsælis og reyna síðan að skjóta hvort annað. Mikilvægt er að þeir segja “Bang” hátt og skýrt svo að leikstjórnandinn viti hver var á undann. Sá sem er á undan vinnur en hinn þarf að setjast niður þar sem hann stendur. Þegar tveir eru eftir er einvígi. Það fer þannig fram að þeir snúa baki í hvor annan. Leikstjórnandinn byrjar að telja og leikmennirnir taka eitt skref við hverja tölu. Ef leikstjórndandinn segir tölu sem passar snúa leikmennirnir sér við og skjóta. Sá sem var á undan vinnur leikinn.

Útfærsla:

Leikstjórnandinn getur notað eitthvað annað en tölur í loka einvíginu eins og til dæmis sérhljóða og samhljóða eða dýraflokka.

Hægt að nota aðra hreyfingu en að snúa sér í hring.

Heimild:

Lærði þennan leik á námskeiði.

Leikur númer: 410
Sendandi: Margrét Stefanía Þorkelsdóttir og Vilborg Harðardóttir

Deila