Vindum, vindum vefjum band

Markmið:

Kynnast, læra nöfn, hópefli og skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 2 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Vindum, vindum vefjum band
vefjum smátt sem húfuband
fyrir Lillu höfuð hneigjum
fyrir Lillu búkinn beygjum
svo skal Lilla snúa sér

Allir ganga í hring á meðan Vindum, vindum vefjum band vefjum smátt sem húfuband er sungið og hneigja höfuðið og beygja búkinn þegar sagt er fyrir um það í textanum. Loks er sungið og svo skal Lilla snúa sér. Barnið snýr sér og nú öfugt við hin börnin í hringnum. Þá er söngurinn sunginn að nýju og annað barn nefnt. Það snýr sér líka við og þannig er haldið áfram þangað til öll börnin snúa bakinu inn í hringinn. Þá er sungið Fyrir öllum höfuð hneigjum, fyrir öllum búkinn beygjum og svo skulu allir snúa sér og þá snúa allir rétt.

Hér má sjá nótur og hljóma við lagið

Upptaka á Hljóðsafn.is

Útfærsla:
Heimild:

Una Margrét Jónsdóttir. (2009). Allir í leik. Söngvaleikir barna. Reykjavík Bókaútgáfan Æskan.

Leikur númer: 218
Sendandi: Baldvina Björk Jóhannsdóttir og Linda Rós Jóhannsdóttir

Deila